Snædís starfar sem dansari, danshöfundur og leikkona, hún er útskrifuð með BA af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands og BA í leiklist frá Rose Bruford College í Englandi.
Snædís hefur dansað með bíbí & blaka frá stofnun þess og dansað í öllum sýningum hópsins. Hún hefur dansað í fjölda verka frá útskrift og má þar nefna Kviku eftir Katrínu Gunnarsdóttir, Já Elskan eftir Steinunni Ketilsdóttur, Reið eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Á og Eyjarskegg eftir Valgerði Rúnarsdóttur. Hún dansaði með Íslenska dansflokknum í verkinu FARANGUR, eftir Valgerði Rúnarsdóttur og Stop Watching eftir Silke Z. Snædís lék í verkinu Góðir Hálsar í leikstjórn Kára Viðarssonar.
Af eigin verkum Snædísar má nefna að hún frumsýndi sólóverk, GOOD/BYE, í Tjarnarbíó í september 2014. Einnig var verk hennar Just Here! valið til sýninga á Fringe Festival í Edinborg 2010 og á Stockholm Fringe Festival.
Snædís var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem dansari ársins 2014 fyrir verkið Farangur eftr Valgerði Rúnarsdóttur